fbpx

16/12/2020

Þetta er að bresta á! Allt sem þú þarft að vita fyrir Jólagesti…

Hafðu áhrif á innihald tónleikanna: vertu hluti af tónleikunum í gegnum Zoom, síðasti séns til að panta matarpakka heim og hitaðu upp og kíktu baksviðs kl. 19.30.

ÞETTA ER AÐ BRESTA Á!

– Hafðu áhrif á innihald tónleikanna
Vertu hluti af tónleikunum í gegnum Zoom

– Vertu með okkur á Twitter

– Síðasti séns til að panta matarpakka heim

– Forsöluverði lýkur á miðnætti á fimmtudag

– Hitaðu upp og kíktu baksviðs kl. 19.30

– Síðast en ekki síst; ef þú hefur ekki virkjað kóðann þinn, gerðu það núna!
Opnaðu rásina núna til að forðast vandræði á tónleikadag.

Nánar um öll þessi atriði hér að neðan…

Hver viltu að syngi lagið ‘Ef ég nenni’?

Ef ég nenni er eitt ástsælasta jólalagið okkar, og við getum ómögulega ákveðið hvaða jólagestur eigi að syngja það í ár. Nú leitum við til ykkar kæru áhorfendur; hjálpið okkur að ákveða hver flytur þetta dásamlega lag á laugardaginn.

Kjóstu hér: www.jolagestir.is/kosning

Horfðu á tónleikana með okkur í gegnum Zoom

Við vitum að mörg ykkar eru að skipuleggja kvöldið vel og mætið í stofuna í annað hvort í fínasta pússi eða í ykkar bestu jólanáttfötum. Við viljum sjá ykkur og höfum ákveðið að opna sérstakt Zoom spjall þar sem miðahafar geta tekið þátt í Jólagestum rafrænt.

Rásin er opin fyrir 500 manns en um 50 heimili munu sjást af og til á meðan tónleikum stendur. Björgvin sjálfur mun tala við ykkur og hver veit nema við tökum eitt óskalag frá Zoom áhorfendum okkar?

Vertu með á Zoom með því að smella hér.

Vertu með á Twitter

Við verðum virk á samfélagsmiðlum á meðan tónleikunum stendur. Endilega fylgið okkur og takið þátt í samtalinu. Notum myllumerkið #jolagestir

Matarpakkar svo til uppseldir

Viltu gera jólagestakvöldið þitt alveg einstakt? Pantaðu girnilega matarpakka frá Múlakaffi og fáðu þá senda heim að dyrjum á tónleikadag. Við lokum fyrir pantanir á miðnætti í kvöld miðvikudag.

Pantaðu matarpakka hér: www.jolagestir.is/matur

Virkja kóða núna, engin vandræði á tónleikadag

Við mælum sérstaklega með því að þið virkið kóðana ykkar strax ef þið hafið ekki þegar gert það, við getum þá aðstoðað ykkur strax ef eitthvað virkar ekki. Það verður hægara að fá aðstoð á tónleikadag, og við viljum vera viss um að allt gangi smurt fyrir sig

Ef þið eruð með streymiskóða þá er mikilvægt að virkja kóðann í því tæki sem þið hyggist nota til að horfa á tónleikana, þar sem ekki er hægt að virkja kóðan á mörgum stöðum í einu. Hinsvegar ef þú ert búin/n að virkja kóðan og einum stað og vilt breyta, þá er það lítið mál. Þið finnið leiðbeiningar á jolagestir.is/svor

Ef þú ert með einhverjar spurningar ekki hika við að leita þér aðstoðar.

Opnunartímar

Vandamál með myndlykil Vodafone: hafa samband við Vodafone hér
Netspjall opið til kl. 21 á tónleikadag
Vandamál með myndlykil Símans: hafa samband við Símann hér
Netspjall opið til kl. 21 á tónleikadag
Allt annað: hafðu samband við okkur hér
Netspjall opið til kl. 21 á tónleikadag

Hitaðu upp frá kl. 21

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20 en við bjóðum ykkur velkomin baksviðs í upphitun beint frá Borgarleikhúsinu frá kl. 19:30.

Þessi síða notar vafrakökur til að tryggja bestu mögulegu upplifun.