fbpx

Um tónleikana

Jólagestir Björgvins

Við komum með jólin til þín

Jólagestir Björgvins hafa haldið upp á jólin með glæsibrag síðastliðin 15 ár. Heimsklassa tónlistarfólk sameinast á hverju ári og kemur landsmönnum í hið eina sanna jólaskap.

Jólagestirnir urðu að stórtónleikum fyrst árið 2008. Markmiðið var þá og er enn að gera glæsilegustu tónleika Íslands á hverju ári og fagna jólaandann sem umvefur okkur í desembermánuði.

Eitt af því sem gerir Jólagesti einstaka er söngvara úrvalið á hverju ári. Vinsælustu söngvarar landsins koma saman og stundum slást í hópinn erlendar stórstjörnur. Í gegnum tíðina má nefna nöfn eins og Mugison, Bríeti, Daða Frey, Glowie, GDRN, Jón Jónsson, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson, Friðrik Dór, John Grant, Eyþór Inga, Jóhönnu Guðrúnu og Helga Björnsson. Af erlendum gestum má nefna Alexander Rybak og Paul Potts.

Jólagestir eru orðin sannkölluð og ómissandi íslensk jólahefð, sem á sér engan lika.

Þessi síða notar vafrakökur til að tryggja bestu mögulegu upplifun.