3. Þú smellir á “Innleysa kóða”og slærð inn kóðann og þá fer spilarinn í gang með kynningarefni frá Jólagestum. Kveikja þarf sérstaklega á hljóðinu.
4. Tónleikarnir hefjast svo í þessum spilara laugardaginn 19. desember kl. 20:00.
Ef spilarinn fer ekki í gang þegar þú slærð inn kóðann vinsamlegast hafðu samband við okkur sem fyrst svo við getum athugað málið og aðstoðað.
Björgvin Halldórsson gefur út safnplötuna Ég kem með jólin til þín 26. nóvember á geisladiski og 15. desember á tvöföldum lituðum vínyl.
Á plötunni eru þrjú ný lög, þar á meðal er lagið Ljós þín loga sem er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni og textinn er eftir Braga Valdimar Skúlason, Koma jól sem Björgvin syngur með Margréti Eir og Alltaf á jólunum.
Einnig er þar að finna jólalagið Þegar þú blikkar sem Herra Hnetusmjör og Björgvin gerðu saman fyrir síðustu jól og Aleinn um jólin sem Björgvin og Stefán Karl sungu saman á Jólagestum.