fbpx

Hér getur þú fundið svör við algengum spurningum. Ef þú hefur fleiri spurning sendu okkur skilaboð eða tölvupóst.

Miðasala

Verðið er. 4.300 kr. fyrir einn kóða sem virkar þá í streymi, Sjónvarp Símans, eða myndlykil Vodafone. Einn kóði virkar bara fyrir einn miðil, þú getur ekki notað kóða fyrir Sjónvarp Símans í myndlykil Vodafone, og svo framvegis.

Þú ferð á tix.is/jolagestir og velur hvort þú viljir horfa á tónleikana á netinu, eða í gegnum myndlykil. Ef þú kýst að horfa á tónleikana í gegn um myndlykil hefurðu val um myndlykil Símans eða Vodafone. Þú einfaldlega velur þann möguleika sem hentar þér í kaupferlinu á Tix.

Nei það er ekki hægt, öll miðasala fer fram á tix.is.

Já þú getur keypt miða að vefstreymi gegnum Tix hvaðan sem er í heiminum og horft á tónleikana í gegnum vafra. Þú þarft ekki VPN, og VPN getur jafnvel valdið því að streymið virki ekki.

Nei, ef þú kaupir kóða fyrir einn miðil gildir hann bara fyrir þann miðil. Þú þarft að kaupa nýjan kóða ef þú vilt horfa á annan máta.

Nei, það er ekki hægt. Fjöldatakmarkanir leyfa ekki gesti á sýningunni í Borgarleikhúsinu þannig að það verða engir áhorfendur í salnum.

Já! Þú kaupir bara miða á Tix.is og sendir heppnu manneskjunni kóðann, passaðu að velja þá leið til að horfa (streymi eða myndlyklar Símans eða Vodafone) sem hentar þeirri manneskju, það er ekki hægt að breyta eftir á.

Já, sendu okkur skilaboð sena@sena.is

Myndlykill Vodafone

Þú getur annað hvort smellt á “Sækja miða” strax að kaupferli loknu eða sótt kóðann í kvittuninni sem þú færð senda frá info@tix.is.

Kóðinn þinn er í miðanum hér:

Sækja miða úr kvittun í tölvupósti:

Þú þarft að smella á “Sækja miða” neðst í póstinum.

Næst þarftu að smella aftur á “Sækja miða”:

 

Til að virkja kóðann fyrir myndlykil Vodafone:

 1. Þú ferð inn á eftirfarandi hlekk: https://kaup.vodafone.is/order?productId=41159 (Athugið: Fullt verð birtist í upphafsskrefinu en breytist þegar kóði er sleginn inn.
 2. Þú smellir á “Áfram” og skráir þig inn með rafrænum skilríkjum.
 3. Þú slærð inn kóðann í reitinn “Gjafakóði” og smellir á “Virkja”. Ef kóðinn er í lagi þá fer verðið í 0 kr.
 4. Þú smellir svo á “Staðfesta kaup” og færð opnun á rás 900 í myndlyklinum þínum frá Vodafone.
 5. Á rásinni er kynningarefni frá Jólagestum til að byrja með og tónleikarnir hefjast svo á þessari rás kl. 20:00 laugardaginn 19. desember. Ef rásin fer ekki í gang þegar þú slærð inn kóðann vinsamlegast hafðu samband við Vodafone sem fyrst svo þau geti athugað málið og aðstoðað.

Nei það er ekki hægt.

Hægt er að færa viðburðinn á milli Vodafone myndlykla á Mínum síðum.

Þú getur haft samband við þjónustuver Vodafone hér.

Já, hægt er að spóla til baka og pása á meðan útsendingu stendur.

Já þeir verða aðgengilegir í 48 klst eftir sýningu lýkur 19. desember. Eftir það verður ekki hægt að horfa á tónleikana, nema með því að kaupa þá aftur í gegn um PPV í myndlyklinum, á fullu verði.

Nei það er ekki hægt.

Sjónvarp Símans

Þú getur annað hvort smellt á “Sækja miða” strax að kaupferli loknu eða sótt kóðann í kvittuninni sem þú færð senda frá info@tix.is.

Kóðinn þinn er í miðanum hér:

Sækja miða úr kvittun í tölvupósti:

Þú þarft að smella á “Sækja miða” neðst í póstinum.

Næst þarftu að smella aftur á “Sækja miða”:

Þú getur strax virkjað kóðann í myndlykli eða appi:

Virkja kóða í myndlykli Símans:

 1. Veldu Menu
 2. Smelltu á Tilboðskóði
 3. Sláðu inn kóðann og byrjaðu að horfa

Virkja kóða í appi:

 1. Skráðu þig inn í Sjónvarp Símans appið og smelltu á Meira
 2. Smelltu á tilboðskóði
 3. Sláðu inn kóðann og byrjaðu að horfa

Þú getur horft á tónleikan í appinu þeirra.

Þú getur ekki fært kóða á milli notenda eftir hann hefur verið virkjaður í myndlykli Símans, en þú getur farið með þinn myndlykil á annan stað (t.d. upp í bústað), tengt hann við sjónvarpið og notað hann þar. Kóðinn virkar bæði á aðallykil og aukalykla hvers notanda.

Þú getur haft samband við þjónustuver Símans hér.

Já, tónleikarnir verða aðgengilegir á tímaflakki um leið og þeir byrja og þar er hægt að spóla og pása að vild.

Já þeir verða aðgengilegir í 48 klst eftir sýningu lýkur 19. desember. Eftir það verður ekki hægt að horfa á tónleikana, nema með því að kaupa þá aftur í gegn um PPV í myndlyklinum, á fullu verði.

Já þú getur gert það.

Streymi

Þú getur annað hvort smellt á “Sækja miða” strax að kaupferli loknu eða sótt kóðann í kvittuninni sem þú færð senda frá info@tix.is.

Kóðinn þinn er í miðanum hér:

Sækja miða úr kvittun í tölvupósti:

Þú þarft að smella á “Sækja miða” neðst í póstinum.

Næst þarftu að smella aftur á “Sækja miða”:

 1. Fara á jolagestir.is/streymi og smella á “innleysa kóða”
 2. Stimpla kóðann inn
 3. Rásin er opin

Þú gerð á www.jolagestir.is/streymi og slærð inn kóðann. Þú getur annað hvort notað vafra í snjallsjónvarpinu, tengt tölvuna við sjónvarpið í gegn um HDMI tengi, eða notað tæki á borð við Chromecast og Airplay. Skoðaðu leiðbeiningarnar sem fylgdu þínu tæki.

Já, þú getur horft á sýninguna í hvaða vafra sem er. Við mælum með Safari, Firefox, eða Chrome.

Þú þarft að fara í tölvuna sem þú virkjaðir kóðann í, fara á www.jolagestir.is/streymi, og smella á hnappinn í neðra hægra horni á síðunni og velja “Terminate session”. Nú er kóðinn laus og þú getur notað hann á öðrum stað.

Nei það er ekki hægt.

Já, það birtist lítill hnappur neðst í spilaranum sem þú smellir á til að senda strauminn í sjónvarpið þitt. Skoðaðu leiðbeiningarnar sem fylgdu þínu tæki.

Tæknileg atriði

Þú getur horft á streymið í vafra í snjallsíma eða spjaldtölvu, ef þú ert með kóða frá Símanum geturðu notað appið þeirra, ef þú ert með kóða frá Vodafone er ekki hægt að horfa á tónleikana í síma eða spjaldtölvu.

Tónleikarnir verða aðgengilegir í gegn um streymi í 48 klst eftir að þeim lýkur frá kl. 12 sunnudaginn 20. desember. Þeir verða einnig aðgengilegir í gegn um tímaflakk Vodafone og Símans í 48 klst eftir tónleika. Eftir 48 klst er hægt að kaupa aðgang að tónleikunum í gegnum myndlykla Símans og Vodafone, á fullu verði, en þeir verða ekki aðgengilegir lengur í gegnum streymi eftir þessar 48 klst.

Getur keypt miða á streymi og notað tækni á borð við Airplay og tengt síma eða tölvu við Apple TV. Skoðaðu leiðbeiningarnar sem fylgdu þínu tæki.

Tónleikarnir

Við verðum virk á Twitter meðan á útsendingu stendur, notaðu myllumerkið #Jólagestir og fylgdu okkur twitter.com/jolagestir

Tónleikarnir fara fram heima í stofunni hjá þér. Björgvin og félagar munu syngja, spila, og dansa í beinni frá Borgarleikhúsinu.

Sýningin hefst 19. desember kl. 20.

Allt um tónleikana hér

Já það verða tvö 5 mínútna hlé á sýningunni.

Já, þú getur keypt matarpakka hér eða haft samband við okkur fyrir stærri uppákomur.

Load More

Þessi síða notar vafrakökur til að tryggja bestu mögulegu upplifun.