Um tónleikana


Það hringir enginn inn jólin eins og Björgvin Halldórsson en þessi árlegi stórviðburður er orðinn ómissandi partur af jólahátíð landsmanna.

Nú snúum við aftur á heimaslóðir en Björgvin og gestir hans munu umbreyta Laugardalshöllinni í töfrandi jólaheim og bjóða nokkrum af fremstu söngstjörnum landsins á svið með sér. Sýningarnar fara fram laugardaginn 19. desember og er landsmönnum boðið að fagna jólahátíðinni með landsliði söngvara, stórsveit, strengjasveit, dönsurum, gospel, karla- og barnakórum. Hér er um að ræða lang metnaðarfullustu jólatónleika ársins.

Verðandi söngsnillingum býðst að taka þátt í Jólastjörnunni í ár og mun sigurvegari keppninnar koma fram á Jólagestum. Þættirnir verða sýndir í Sjónvarpi Símans. Inn skamms verður kynnt hvenær verður opnað fyrir umsóknir.

Fylgstu með á Facebook, Instagram, Twitter og í gegnum póstlistann okkar þar sem við munum bráðum afhjúpa Jólagestina í ár og póstlistaáskrifendur geta einnig tekið þátt í for-forsölunni og keypt miða löngu áður en almenn sala hefst.

Mynd frá Jólagestum 2018 (Mummi Lú)