fbpx

04/11/2020

Jólagestir Björgvins 2020 í beinni frá Borgarleikhúsinu

Það gleður okkur að staðfesta að Jólagestir Björgvins fara fram í ár, í fullri stærð, heima í stofu hjá þér, í beinni frá Borgarleikhúsinu, laugardaginn 19. desember kl. 20.

VIÐ KOMUM MEÐ JÓLIN HEIM TIL ÞÍN!

JÓLAGESTIR BJÖRGVINS – HEIMA Í STOFU HJÁ ÞÉR

Í BEINNI FRÁ BORGARLEIKHÚSINU

LAUGARDAGINN 19. DESEMBER

Það gleður okkur að staðfesta að Jólagestir Björgvins fara fram í ár, í fullri stærð, heima í stofu hjá þér, í beinni frá Borgarleikhúsinu, laugardaginn 19. desember kl. 20.

Jólagestir láta ekki sitt eftir liggja á krefjandi tímum og hafa unnið hörðum höndum að því undanfarið að finna leiðir til að töfra fram sannan jólaanda í ár, eins og síðastliðin 13 ár. Það tókst og nú verður blásið til allsherjar jólaveislu á landsvísu þar sem einvalið lið söngvara, hljóðfæraleikara, kóra og dansara koma fram, í beinni frá Borgaleikhúsinu. Nú geta allir keypt sæti á fremsta bekk!

Tónleikarnir verða aðgengilegir í gegnum myndlykla Vodafone og Sjónvarp Símans fyrir þau sem vilja horfa í gegnum sjónvarpið. Einnig verður hægt að kaupa streymi hjá Tix.is en þannig er hægt að horfa á tónleikana á næstum hvaða nettengda tæki sem er. Nánari upplýsingar um miðasölu og tæknileg atriði verða kynnt á næstu dögum.

Ekkert verður til sparað frekar en fyrri daginn til að gera upplifunina einstaka og ógleymanlega. Umgjörðin verður engu lík og að sjálfsögðu verða heimsklassagæði á útsendingu, mynd- og hljóðvinnslu.

Ásamt Björgvini kemur fram stórskotalið söngvara:

  • Ágústa Eva
  • Bríet
  • Eyþór Ingi
  • Gissur Páll
  • Högni
  • Logi Pedro
  • Margrét Eir
  • Svala

Þau verða dyggilega studd af Stórsveit Jólagesta undir stjórn Þóris Baldurssonar, strengjasveit undir stjórn Geirþrúðar Ásu Guðjónsdóttur, Reykjavík Gospel Company undir stjórn Óskars Einarssonar, Karlakórnum Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarssonar, Barnakór Kársnesskóla undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur og dönsurum úr Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar.

Jólagestir Björgvins eru orðin ómissandi hefð eftir sigurgöngu síðustu 13 ár og okkur finnst það ótrúlega spennandi tilhugsun að geta í ár veitt öllum Íslendingum jafnan aðgang að metnaðarfyllstu tónleikum landsins, óháð búsetu.

Miðaverð verður still í hóf og einungis þarf að kaupa einn miða fyrir hvert heimili þannig öll fjölskyldan getur notið flottustu jólatónleika landsins saman fyrir eitt verð.

Sameinumst laugardaginn 19. desember í stærstu jólaveislu allra tíma, heima í stofunni, með kakóbolla eða veglegt jólaglögg við hönd.

 

HANDRIT: BJÖRN G. BJÖRNSSON

STJÓRN ÚTSENDINGU: ÞÓR FREYSSON

LEIKSTJÓRN: GUNNAR HELGASON

Þessi síða notar vafrakökur til að tryggja bestu mögulegu upplifun.