fbpx

13/12/2021

Krummi sérstakur gestur og Heimilstónar sigra Jólalagakeppni Rásar 2

Krummi er sérstakur gestur og Heimilstónar sigruðu Jólalagakeppni Rásar 2 í ár með lagið Anda inn. Þau koma fram á Jólagestum í ár.

Krummi Björgvinsson verður sérstakur gestur á Jólagestum Björgvins og mun syngja fyrir okkur fallega jólatónlist í Laugardalshöllinni með föður sínum og systur. Krummi er landsmönnum vel þekktur enda hefur hann verið á sjónarsviðinu í nær tvo áratugi og hefur heillað okkur með fjölbreyttum útgáfum í rokk og kántrý stíl.

Heimilstónar sigruðu Jólalagakeppni Rásar 2 í ár með lagið Anda inn. Hljómsveitin Heimilistónar er skipuð þeim Vigdísi Gunnarsdóttur, Elvu Ósk Ólafsdóttur, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Katla Margrét er höfundur lags og texta, sem innblásin eru af jógaiðkun og öndunaræfingum.

Boðskapur lagsins er einkar viðeigandi þegar jólastreitan tekur yfir og náði hann vel til dómnefndar. Svo virðist sem hann hafi einnig snert þá hlustendur sem tóku þátt í kosningunni, enda hlaut lagið meirihluta atkvæða.

Þessi síða notar vafrakökur til að tryggja bestu mögulegu upplifun.