Opið er fyrir innsendingar myndbanda í Jólastjörnuna 2021. Sjónvarp Símans, mbl.is, Góa, Fjarðarkaup og Sena Live standa fyrir þessari söngkeppni fyrir ungra snillinga sem nú er haldin tíunda árið í röð. Sigurvegarinn kemur fram í Laugardalshöllinni með aragrúa af stjörnum laugardaginn 18. desember á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins.
Þátttakendur syngja lag að eigin vali og senda okkur hlekk á myndbandsupptöku af söngnum.
Dómnefnd velur þá 12 söngvara sem skara fram úr og verða þeir boðaðir í prufur sem munu skera úr um hver verður Jólastjarnan 2021. Sjónvarp Símans gerir sérstaka þáttaröð um allt ferlið og verða þrír þættir sýndir seinni hluta nóvember og byrjun desember. Í fyrstu tveimur koma keppendurnir tólf í prufur og í þeim þriðja er sigurvegarinn afhjúpaður.
Innsendingar
Eingöngu er tekið við myndböndum sem vistaðar eru á síðunni youtube.com. Keppendur senda þá hlekk á myndbandið í umsókninni og láta leyniorð fylgja ef þess þarf.
Lagaval er algjörlega frjálst;lagið sem sungið er má vera eftir hvern sem er, af hvaða tegund sem er og á hvaða tungumáli sem hver og einn vill. Það má vera jólalag en þarf þess ekki. Þátttakendur ráða því að auki hvort þeir syngi við undirspil eður ei.
Skráningu lýkur á miðnætti fimmtudaginn 14. október. Tólf krakkar verða í kjölfarið boðaðir í prufur og sigurvegarinn verður svo afhjúpaður í lokaþætti Jólastjörnunnar hjá Sjónvarpi Símans.
Aldurstakmark: 14 ára og yngri. Allir þátttakendur þurfa leyfi forráðamanna.