Allt það sem við óskum okkur í ár eru Jólagestir Björgvins, metnaðarfyllstu og skemmtilegustu jólatónleikar landsins. Síðustu 16 ár hefur landslið íslenskra listamanna fært okkur jólin með stæl og eru tónleikarnir orðnir ómissandi jólahefð hjá stórum hluta þjóðarinnar.
Tónleikarnir fara fram 16. desember í Höllinni og ekki er fyrirhugað að bjóða upp á streymi í ár.
Nánar um forsölur og miðasölu verður kynnt síðar.