fbpx

05/09/2022

Jólagestir 2022 fara fram 17. desember í Gömlu Höllinni

Að venju kemur fram úrval söngvara, besta bandið, strengir, kórar, dansara og óvæntar uppákomur. Tvennir tónleikar eru í boði; kl. 17 og 21.

Allt það sem við óskum okkur í ár eru Jólagestir Björgvins, metnaðarfyllstu og skemmtilegustu jólatónleikar landsins. Síðustu 15 ár hefur landslið íslenskra listamanna fært okkur jólin með stæl og eru tónleikarnir orðnir ómissandi jólahefð hjá stórum hluta þjóðarinnar. 

Tónleikarnir í ár fara fram laugardaginn 17. desember í Laugardalshöllinni (gömlu góðu) og að venju kemur fram úrval söngvara, besta bandið, strengir, kórar, dansara og óvæntar uppákomur. Öll umgjörðin verður að sjálfsögðu á heimsmælikvarða.

Tvennir tónleikar eru í boði; kl. 17 og 21. Reiknað er með að tónleikarnir vari um 2,5 tíma með hléi. Athugið að ekki er hægt að bæta við fleiri tónleikum.

Þessi síða notar vafrakökur til að tryggja bestu mögulegu upplifun.