Jólastjarnan 2021 hefur verið valin og sú heppna heitir Fríður París Kristjánsdóttir. Yfir 100 krakkar sóttu um að fá að vera með en á endanum voru 12 ungir og efnilegir söngvarar valdir af dómnefnd til að taka þátt í keppninni í ár. Dómnefndina skipuðu Björgvin Halldórsson, Eyþór Ingi og Svala og var það álit þeirra að hér væri um að ræða einn sterkasta hóp umsækjanda frá upphafi en þetta er 11. árið sem keppnin fer fram.
Fríður París Kristjánsdóttir söng Ó helga nótt og Hopelessly Devoted to You með Oliviu Newton-John úr Grease.
Hlustaðu á hana syngja hér.