fbpx

21/12/2020

Vegna fjölda áskorana: streymi áfram í sölu til 11. janúar

Nú er hægt að kaupa miða fyrir streymi á Tix.is alveg fram að 11. janúar 2021, en einnig í VOD leigum Símans og Vodafone.

Takk kærlega fyrir frábæra skemmtun og yndislega jólastund á laugardaginn síðastliðinn. Vegna fjölda áskoranna hefur verið opnað aftur fyrir miðasölu fyrir streymi á Tix.is og verður sú sala opin til 11. janúar.  Eftir að streymiskóður hefi verið virkjaður er hægt að horfa að vild í 48 klukkustundir.

ATH: Viðburður í sölu á Tix þarf alltaf að hafa einhverja dagsetningu og þess vegna er dagsetning nú á viðburðinum “11. janúar”, en það er síðasti dagur til að kaupa streymismiða.

Og nú er einnig hægt að kaupa aðgang að tónleiknunum í VOD í myndlyklum Símans og Vodafone. Það er gert í gegnum myndlyklana og kemur rukkunin á næsta reikning rétthafa frá Símanum / Vodafone.

KAUPA MIÐA Í STREYMI

Athugið að sumir lentu í vandamálum með að horfa á tónleikana í vafra í snjallsjónvarpi. Tæknin er þannig að það er gert allt til að styðja við öll möguleg tæki og streymið sjálft var hnökralaust allan tímann, en vafrar í snjallsjónvörpum eru jafn misjafnir og þeir eru margir; við mælum með að þú notir frekar “cast” tæknina og varpir úr síma, tölvu eða spjaldtölvu yfir í sjónvarpið, til að tryggja að þú sjáir strauminn hnökralaust. Hér eru leiðbeiningar fyrir nokkur vinsæl tæki:

Samsung TV

LG TV

Sony TV

Apple TV og iPhone/iOS

Apple TV og Android sími: náðu í app á borð við AllCast

Einnig er alltaf hægt að tengja fartölvu við sjónvarpið með snúru. Tryggðu að þú sért með hraða og góða internet tengingu og það er stundum gott ráð að skipta yfir í 4G ef þú ert að varpa úr síma.

Njótið tónleikanna yfir jólin og gleðilega hátíð! 🎄

 

Þessi síða notar vafrakökur til að tryggja bestu mögulegu upplifun.