fbpx

Sóttvarnir

Hvernig er sóttvörnum háttað miðað við núgildandi takmarkanir?

Núverandi takmarkanir gera ráð fyrir að 500 manns mega koma saman án takmarkana og 1.500 manns mega koma saman á stórum sitjandi viðburðum þar sem krafa er gerð um neikvætt hraðpróf en ekki er gerð krafa um grímuskyldu. Nýja-Laugardalshöllinni verður skipt upp í 3 sóttvarnarsvæði sem öll eru að hámarki 1.500 manns.

Til þess að fá aðgang að tónleikunum þurfa gestir að gangast undir hraðpróf minnst 48 tímum fyrir tónleikana og framvísa neikvæðri niðurstöðu, en börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin. Hraðprófið er gjaldfrjálst. Svona virkar það:

  • Þú ferð á rannsóknarstofu að eigin vali Innan við 48 tímum fyrir viðburð og áður en allar stöðvar loka á laugardeginum.
  • Þú færð niðurstöður eftir um 15 mínútur í símann þinn.
  • Þú sýnir neikvæða niðurstöðu við inngang í Laugardalshöllinni.

Hraðprófin eru framkvæmd á eftirfarandi stöðum: á Suðurlandsbraut, á BSÍ, í Kringlunni, á Kleppsmýrarvegi, á Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ og við Háskólann á Akureyri.

Sjá allar stofur á vefsíðu Landslæknis hér.

Ef gestur getur ekki framvísað neikvæðu prófi getur viðkomandi ekki sótt tónleikana. 

Hvað ef tilkynnt verður um auknar samkomutakmarkanir?

Skipulagning tónleikanna felur í sér að gera ráð fyrir mismunandi veruleikum hvað varðar samkomutakmarkanir. Ef hömlur fyrir sitjandi viðburði fara t.d. aftur niður í 500 þá er ekkert mál að halda tónleikana; við fjölgum einfaldlega svæðunum.  Sóttvarnarsvæði munu alltaf skiptast á milli hólfanna þannig að fjöldi þeirra hefur aldrei áhrif á það hvar gestir sitja og eiga almennt séð ekki að valda neinum óþægindum.

Hvað ef takmörkunum verður fækkað eða þeim aflétt?

Í því tilfelli verður hólfum fækkað, eða þeim útrýmt. Krafa um hraðpróf verður einnig aflétt ef reglur leyfa.

Hvað gerist ef ég fæ jákvætt úr hraðprófinu?

Tónleikagestir sem geta sýnt fram á jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi sem tekið er eftir kl 17 fimmtudaginn 16. desember geta fengið miðann sinn endurgreiddan en beiðnin þarf að berast á info@tix.is fyrir kl. 12 á tónleikadag. 

Þarf ég að bera grímu á tónleikunum?

Samkvæmt núgildandi takmörkunum er það er valkvætt.

Þessi síða notar vafrakökur til að tryggja bestu mögulegu upplifun.