Til þess að fá aðgang að tónleikunum þurfa allir gestir, fæddir 2015 og fyrr, að framvísa vottorði um:
a) neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) eða PCR prófi sem má ekki vera eldri en 48 klst og er tekin á viðurkenndum stöðum. ATH. sjálfspróf eru ekki tekin gild.
b) nýlega COVID-19 sýkingu (eldri en 14 daga og yngri en 180 daga).
Hraðprófið er gjaldfrjálst.
Ef gestur getur ekki framvísað neikvæðu prófi getur viðkomandi ekki sótt tónleikana.
Upplýsingar um allar stöðvar sem framkvæma hraðpróf má finna á vef landlæknis.
Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að bóka tíma hjá heilsugæslu. Þú getur einnig gert það inn á mínum síðum á heilsuvera.is.
Tónleikagestir sem geta sýnt fram á jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi sem tekið er eftir kl 17 fimmtudaginn 16. desember geta fengið miðann sinn endurgreiddan en beiðnin þarf að berast á info@tix.is fyrir kl. 12 á tónleikadag.
Allir gestir ganga inn um anddyri Gömlu-Hallarinnar og þaðan yfir í Nýju-Höllina. Sjá mynd.
Fyrst er vottorð skannað og svo miðinn sjálfur á tónleikana.
Vinsamlegast hafðu vottorðið fyrst tilbúið til skönnunar og svo tónleikamiðana, til að forðast tafir.
Dagtónleikar:
16:00 – Húsið opnar
17:00 – Dagtónleikar hefjast
19:00 – Áætluð lok dagtónleikar
Kvöldtónleikar:
20:00 – Húsið opnar
21:00 – Kvöldtónleikar hefjast
23:00 – Áætluð lok kvöldtónleika
Ekki er leyfilegt að hafa hlé á tónleikunum. Veitingasala verður opin allan tíman, en forðumst ráp á meðan tónleikunum stendur. Ekki er heimilt að selja áfengi eftir að tónleikar hefjast.
Veitingabásar eru innan sóttvarnarhólfanna og sér salerni er fyrir hvert sóttvarnarhólf.
Það stendur á miðanum þínum í hvaða sætahólfi þú ert í. Vertu með á hreinu í hvaða sætahólfi þú ert og fylgdu merkingunum í sætið þitt. Haltu í miðann þinn þar til tónleikunum lýkur.
Þrjú sóttvarnarhólf eru á tónleikunum og bannað er að fara á milli þeirra. Þú fylgir merkingunum og finnur þitt sætahólf og heldur þig svo innan þess sóttvarnarhólfs þar til tónleikum lýkur.
Hleypt verður út í hollum þegar tónleikum lýkur til að forðast hópamyndun. Vinsamlegast haldið kyrru fyrir þar til gæslufólk gefur ykkur merki um að það megi ganga út úr húsinu. Forðumst hópamyndun á leiðinni út.
Góða skemmtun á tónleikunum, og takk fyrir styðja við íslenskt tónleikahald.