fbpx

12/12/2022

Sigurvegari Jólalagakeppni Rásar 2

Rúmlega 50 lög bárust í jólalagakeppnir Rásar 2 í ár og átta þeirra voru valin til úrslita. Líkt og vant er gafst landsmönnum kostur á að kjósa sitt eftirlætislag og gilda atkvæði þeirra til móts við dómnefndar Rásar 2. Lagið “Velkominn desember” með Öldu Dís reyndist hlutskarpast og er því jólalag Rásar 2 árið 2022.

Alda Dís skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún sigraði hæfileikakeppnina Ísland got talent árið 2015 og var í öðru sæti í Söngvakeppninni árið eftir. Síðustu misseri hefur Alda sinnt öðrum verkefnum en er nú farin að vinna aftur að tónlist. Lagið fjallar um streituna og töfrana sem geta fylgt því að halda hin fullkomnu jól fyrir fólkið sem skiptir mann mestu máli, börnin. Alda semur sjálf lag og texta og lagið er útsett af Fannari Frey Magnússyni.

Alda kemur fram á laugardaginn og flytur þetta dásmálega lag, mikið hlökkum við til!

Þessi síða notar vafrakökur til að tryggja bestu mögulegu upplifun.