fbpx

12/12/2022

Jólastjarnan er Louise Shayne

Jólastjarnan 2022 hefur verið valin og sú heppna heitir Louise Shayne Mangubat Canonoy. Fjölmargir krakkar sóttu um í ár og á endanum voru 12 snillingar valdir til að koma fram í þáttunum Leitin að Jólastjörnunni í Sjónvarpi Símans. Allir krakkarnir koma fram á Jólagestum á laugardaginn. Dómnefndina skipuðu Björgvin Halldórsson, Hera Björk og Svala.

Louise gaf í dag út jólalagið “Góða ósk um gleðilega hátíð” en það er íslenska útgáfa af laginu Have Yourself a Merry Little Christmas með íslenskum texta eftir Braga Valdimar Skúlason. Davíð Sigurgeirsson spilaði á hljóðfæri og útsetti lagið.

Hlustaðu á lagið hér

Þessi síða notar vafrakökur til að tryggja bestu mögulegu upplifun.