fbpx

14/09/2021

Jólagestir 2021 fara fram 18. desember

Metnaðarfyllstu og skemmtilegustu jólatónleikar landsins fara fram í Laugardalshöllinni í ár með stórvalaliði söngvara og tónlistarmanna.

Allt það sem við óskum okkur í ár eru Jólagestir Björgvins, metnaðarfyllstu og skemmtilegustu jólatónleikar landsins. Síðustu 14 ár hefur Björgvin Halldórsson fært okkur jólin með stæl og boðið til sín skærustu söngstjörnum landsins til að töfra fram sannkallaða jólastemningu. 

Tónleikarnir í ár fara fram laugardaginn 18. desember í Laugardalshöllinni og hefur Björgvin að vana handvalið landslið söngvara, besta bandið, strengi, kóra, dansara og óvæntar uppákomur. Öll umgjörðin verður eins og áður að sjálfsögðu á heimsmælikvarða.

Innan skamms tilkynnum við hvenær sala hefst, en póstlista áskrifendur okkar fá allar upplýsingar fyrst, sem og aðgang að forsölum og öðrum sérstökum fríðindum. Skráðu þig á póstlistann hér: jolagestir.is/postlisti.

Þessi síða notar vafrakökur til að tryggja bestu mögulegu upplifun.