fbpx

Lagalisti, efnisskrá og textar

Lagalisti

Bráðum koma blessuð jólin

Anda inn

Allt það sem ég óska

Jólasveinninn kemur í ár

Miserere

Ætla ekki að eyða þeim ein

Litli trommuleikarinn

Hátíðarskap

Samt koma jól

Þú komst með jólin til mín

Ástin finnur mig

Fyrir jól

Happy X-mas

Ég veit hvað ég vil um jólin

Skammdegissól

Brú yfir boðaföllin

Snjórinn fellur

Komdu heim til mín um jólin

Dansaðu vindur

Jólarómantík

Við þurfum meira af jólum

Ó, helga nótt

Heim á leið um jólin

Silfurhljóm

Þú og ég og jól

Það á að gefa börnum brauð

Efnisskrá

Bráðum koma blessuð jólin

Lag: W.B. Bradbur
Ljóð: Jóhannes úr Kötlum
Söngur: Barnakór Kársnesskóla

Þú komst með jólin til mín

Lag: Cassano, Cogliati
Texti: Jónas Friðrik Guðnason
Söngur: Björgvin Halldórsson og Svala Björgvins

Dansaðu vindur

Lag: Nanne Grönvald
Texti: Kristján Hreinsson
Söngur: Margrét Rán

Ástin finnur mig

Lag: Billy Porter
Texti: Steinunn Þorvaldsdóttir
Söngur: Stefanía Svavars

Jólarómantík

Lag: Frank Loesser
Texti: Stefán Hilmarsson
Söngur: Stefanía Svavars og Björgvin

Allt það sem ég óska

Lag: ‎Mariah Carey, Walter Afanasieff  
Text: Einar Bárðarson
Söngur: Fríður París og Jólastjörnurnar

Fyrir jól

Lag: Minelona/Cassella
Texti: Þorsteinn Eggertsson
Söngur: Svala, Eyþór Ingi, Björgvin og Jólastjörnurnar

Við þurfum meira af jólum

Lag: Jerry Hermani
Texti: Jónas Friðrik Guðnason
Söngur: Eyþór Ingi og Sverrir Bergmann

Jólasveinninn kemur í kvöld

Lag: John Frederick Coots
Texti: Hinrik Bjarnason
Söngur: Sverrir Bergmann

Happy X-mas

Lag og texti: John Lennon
Söngur: Sverrir Bergmann og Margrét Rán

Ó, helga nótt

Lag: Adolphe Adams
Texti: Sigurður Björnsson
Söngur: Gissur Páll

Miserere

Lag: Gregorio Allegri
Texti: Erl. og Karl Ágúst Úlfsson
Söngur: Gissur Páll, Björgvin og Eyþór Ingi

Ég veit hvað ég vil um jólin

Lag: Dana Hunt og Charlie Black
Texti: Friðrik Erlingsson
Söngur: Björgvin Halldórsson

Heim á leið um jólin

Lag: Christopher Anton Rea
Texti: Steinunn Þorvaldsdóttir
Söngur : Krummi

Ætla ekki að eyða þeim ein

Lag og texti: Ásgeir Orri Ásgeirsson
Söngur: Jóhanna Guðrún

Skammdegissól

Lag: James Horner
Texti: Valgeir Guðjónsson
Söngur: Jóhanna Guðrún og Svala

Silfurhljóm

Lag: Jay Livingston og Ray Evans
Texti: Þorsteinn Eggertsson
Söngur: Björgvin Halldórsson

Litli trommuleikarinn

Lag: K. Davis, H. Onorati, H. Simeone
Texti: Stefán Jónsson
Söngur: Björgvin og Högni Egilsson

Brú yfir boðaföllin

Lag: Paul Simon
Texti: Ómar Ragnarsson
Söngur: Högni Egilsson

Þú og ég og jól

Lag: Spagna, Giorgio
Texti: Jónas Friðrik Guðnason
Söngur Svala

Hátíðarskap

Lag: Alan Osmond, Wayne Osmond, Merrill Osmond
Texti: Þorsteinn Eggertsson
Söngur: Söngkonurnar

Snjórinn fellur

Lag: Toto Cotugno
Texti: Jónas Friðrik Guðnason
Söngur: Björgvin  Halldórsson

Anda inn

Lag og texti: Katla Margrét Þorgeirsdóttir
Söngur: Heimilistónar

Það á að gefa börnum brauð

Lag og texti: Jórunn Viðar.
Söngur: Eyþór Ingi

Samt koma jól

Lag: Trad. Arr. Þórir Baldursson
Íslenskur texti: Jónas Friðrik Guðnason
Söngur: Gissur, Eyþór og Sverrir

Komdu heim til mín um jólin

Komdu heim til mín um jólin
Lag: Ellie Greenwich, Jeff Barry, Phil Spector
Texti: Steinunn Þorvaldsdóttir
Söngur: Björgvin Halldórsson og allir

Textar

1. BRÁÐUM KOMA BLESSUÐ JÓLIN

Söngur: Barnakór Kársnessskóla

Bráðum koma blessuð jólin
börnin fara að hlakka til.
Allir fá þá eitthvað fallegt
í það minnsta kerti´ og spil.

– Kerti´ og spil, kerti´ og spil
– í það minnsta kerti´ og spil.

Hvað það verður veit nú enginn,
vandi er um slíkt að spá.
En eitt er víst að alltaf verður
ákaflega gaman þá.

– Gaman þá, gaman þá,
– ákaflega gaman þá.

Bráðum koma blessuð jólin
börnin fara að hlakka til.
Allir fá þá eitthvað fallegt
í það minnsta kerti´ og spil.

– Kerti´ og spil, kerti´ og spil
– í það minnsta kerti´ og spil.

Hvað það verður veit nú enginn,
vandi er um slíkt að spá.
En eitt er víst að alltaf verður
ákaflega gaman þá.

– Gaman þá, gaman þá,
– ákaflega gaman þá.

 

2. ÞÚ KOMST MEÐ JÓLIN TIL MÍN.

Söngur: Svala og Björgvin

Ég trúi því ei hve allt er nú breytt.
Ég leitaði einhverju að, en aldrei fann neitt.
Í vonlausri villu og brasi án enda
var ævinni eytt.

Ef fengi ég bara að vera í friði
þá mátti fólk halda jól fyrir mér.
Ég stóð utan við allt þetta vesen.
Það gildir ekki lengur.
Ég vil eiga jólin með þér, með þér, með þér.

Það er allt breytt vegna þín
þú komst með jólin til mín, til mín, til mín.
Nú er allt annað hjá mér, hjá mér, hjá mér.
Nú á ég jólin með þér.Nú á ég jólin með þér.

Allt það sem mér áður þótti skrýtið
Og ekki koma lífi mínu við,
er orðin fyllsta ástæða að skoða.
Og ekki of seint að læra nýjan sið.

Margt sem áður var óþarfa glingur
er nú lent inn í stofu hjá mér.
Margt sem áður var aðeins hjá hinum
okkur vantar líka.
Ég vil eiga jólin með þér, með þér, með þér.

Það er allt breytt vegna þín
þú komst með jólin til mín, til mín, til mín.
Nú er allt annað hjá mér, hjá mér, hjá mér.
Nú á ég jólin með,

Nú á ég jólin með þér.
Enga leti nú lengur.
Ósköp lítið enn gengur.
Jólin eru að koma.

Það er allt breytt vegna þín

Það er allt breytt vegna þín
þú komst með jólin til mín, til mín, til mín
Nú er allt annað hjá mér, hjá mér, hjá mér
Nú á ég jólin með…..

Nú á ég jólin með þér.
Það er allt breytt vegna þín

Allt annað hjá mér, hjá mér hjá mér

Já jólin með þér!

 

3. DANSAÐU VINDUR

Söngur: Margrét Rán

Kuldinn hann kemur um jólin
með kolsvarta skugga
krakkarnir kúra í skjóli
hjá kerti í glugga

vindur já dansaðu vindur
er vetur og kuldi gefa nýjan þrótt
vindur já dansaðu vindur
vertu á sveimi um kalda jólanótt

núna gnístir í snjónum
um nóttina svörtu
nærast á takti og tónum
titrandi hjörtu

vindur já dansaðu vindur
er vetur og kuldi gefa nýjan þrótt
vindur já dansaðu vindur
vertu á sveimi um kalda jólanótt

vindur já dansaðu vindur
af vetri fá börn að finna húsaskjól
vindur já dansaðu vindur
vetur er færir börnum heilög jól

úti fær vindur að valda
voldugum tónum
núna nötrar af kulda
nóttin í snjónum

vindur já dansaðu vindur
af vetri fá börn að finna húsaskjól
vindur já dansaðu vindur
vetur er færir börnum heilög jól

oh vindur já dansaðu vindur
vetur er færir börnum heilög jól

 

4. ANDA INN 

Söngur: Heimilistónar

Dagar eru stuttir í desember
Dáldið mikill tími í amstur fer
Svo mikið um að vera og margt að sjá
Margir eru á hlaupum til að ná

Er allt hjá þér komið á yfirspinn
og ekki virðist nægja dagurinn
Finndu þá sófa og fleygðu þér
Fylgstu síðan vel með hvað ég segi hér

Þú skalt anda inn
og anda út
Ekki fara í gegnum jólafrí í einum hnút
Já, andaðu inn
og andaðu frá
Að endingu muntu njóta þín og slaka á

Þú ætlar að gera svo allt of margt
á eilífu flakki því versla þarft
Gyllta jólabjöllu í garðinn þinn
og gula og rauða seríu á þakkantinn

Eins að finna jóladress á krakkana
og aldeilis að kaupa nokkra pakkana
Á útsölum rakaðir í október
en ekkert af því gengur í desember

Ó viltu anda inn
og anda út
Ekki fara í gegnum jólafrí í einum hnút
Já, andaðu inn
og andaðu frá
Að endingu muntu njóta þín og slaka á

Lokaðu augunum, liggðu kyrr
Leyf þér að hvílast sem aldrei fyrr
Hendur í kjöltu og höfuð slakt
Hjartað fær loksins að breyta um takt
Já að breyta um takt

Nú segi ég anda inn
og anda út
Ekki fara í gegnum jólafrí í einum hnút
Andaðu inn
og andaðu frá
Að endingu muntu njóta þín og slaka á

Andaðu rólega, anda inn
Af öryggi fyllist líkaminn
Svo anda frá og einmitt þá
Nærðu virkilega að slaka á.

Andaðu rólega, anda inn
Af öryggi fyllist líkaminn
Svo anda frá og einmitt þá
Nærðu virkilega að slaka á.

 

5. ÁSTIN FINNUR MIG 

Söngur: Stefanía Svavars

Vakna hérna ein
Þar sem allt minnir á þig
Þarf að takast að gleyma þér
Standa aftur bein
Finna varnirnar styrkjast
Lær’ að standa með sjálfri mér
Ég vil trú’ að ég get’ aftur elskað
og að ástin sé hér allt um kring

Ástin finnur mig
Eins og fjögra blaða smára
Ég veit það vel, ég finn það inn’ í mér
Ástin finnur mig
Tíminn læknar það sára
Veit ekki hvar
En hún mun finna mig þar

Óttast ekki það
Sem framtíðin mun geyma
Ég hef öðlast trú á sjálfri mér
Ég hef brotið þetta blað
Og opnað inn í aðra heima
Veit að betra líf byrjar hér
Ætl’ að fagna og gleðjast um jólin
Hátíð ljóssins mun leiðbeina mér
Beina mér

Ástin finnur mig
Eins og fjögra blaða smára
Ég veit það vel, ég finn það inn’ í mér
Ástin finnur mig
Tíminn læknar það sára
Veit ekki hvar
En hún mun finna mig þar

Ég veit
Ég veit það innst inn’ í mér
Ég veit
Að ástin finnur mig
Eins og fjögra blaða smára
Ég veit það vel, ég finn það inn’ í mér
Ástin finnur mig
Tíminn læknar það sára
Veit ekki hvar
En hún mun finna mig þar

Veit ekki hvar
En hún mun finna mig þar

 

6. JÓLARÓMANTÍK 

Söngur: Stefanía og BO

Frostið og snjórinn fegurð engu lík
Fullkomin kyrrð er nú í Reykjavík
sem jafnvel má kalla Jólarómantík…

í arninum logar ég fer úr nýrri flík
Svo fæ ég mér konfekt, já dásemdin er slík
Það jafnvel má kalla Jólarómantík

Börnin þau sofa blítt og rótt
í borgini okkar, allt er orðið hljótt
kyrrðin er einstök, kertin lýsa á Jólanótt

í kyrrðinni finn ég hvað við erum lík
er kviknar í hjörtum, birta engu líkt
sem jafnvel má kalla jólarómantík

Börnin þau sofa, blítt og rótt
í borginni okkar, allt er orðið hljótt

Kyrrðin er einstök, kertin lýsa á jólanótt
í kyrrðinni finn ég hvað við erum rík
er kviknar í hjörtum, birta engu líkt
sem jafnvel má kalla jólarómantík
Það jafnvel má kalla jólarómantík.

 

7. ALLT ÞAÐ SEM ÉG ÓSKA (All I want for Christmas)

Söngur: Fríður París og Jólastjörnurnar

Og ég vil ekki ýkja mikið undir þetta jólatré.
Ég vil ekki nýja slaufu eða aðra skyrtu í stíl.
Ég vil bara finna skjól, vera hjá þér þessi jól.
Ég óska mér þess nú

því allt það sem ég óska ert þú.

Ég vil ekki ýkja mikið undir þetta jólatré. 
Ég vil ekki pakk’ og prjál.
Ég vil bara ástarbál.

Ég vil ekki gott í skóinn.
Ég vil bræða jólasnjóinn.
Neistann sé í auga þér. 
Allt það sem að dugar mér.

Ég vil bara finna skjól vera hjá þér þessi jól.
Ég óska mér þess nú 

því allt það sem ég óska ert þú. 

Því ég vil ekki ýkja mikið haft fyrir mér þessi jól. 
Ekki elda möndlugrautinn eða hengja upp jólaskraut.

Ég vil bara vera hér pakk’ inn þessum gjafaher. 
Seinna vil ég sitja vær og fylgjast með þér tak upp þær.

Því ég vil bara finna skjól, vera hjá þér þessi jól. 
Ég óska mér þess nú

því allt það sem ég óska ert þú. 

Ljósin skín’ öll skært og allt sem er mér kært 
er innan seilingar og brosið yljar mér.

Bar’ ef jólasveinninn kæmi og uppfyllti óskina
sem ég óska mér svo heitt. Jóli plís viltu
hlusta á mig!

Og ég vil ekki ýkja mikið undir þetta jólatré
Ég vil ekki nýja slaufu eða aðra skyrtu í stíl. 
Því ég vil bara finna skjól, vera hjá þér þessi jól.
Ég óska mér þess nú

því allt það sem ég óska…

ert þú! 

Allt það sem ég óska ert þú beibí.
Allt það sem ég óska ert þú beibí.

 

8. FYRIR JÓL

Söngur: Svala, Eyþór, BO og Jólastjörnurnar

Fyrir jól fyrir jól förum við á þan
því við þurfum að gera svo ótal margt
lækkar sól, lækkar sól en við látum þó,
ekkert aftra okkur í því að ösla snjó

Fyrir jól fyrir jól, þegar spariféð
ætla kaupa margt fallegt sem ég hef séð
Fallegt dót, jóladót, nokkrar plötur með
líka skraut til að setja á jólatréð

En það borgar sig að vera mjög vel búinn
er við þurfum að hrekjast um allan bæ
eftir ferðina verðum við eflaust lúin,
fyrir jól, fyrir jól, svona endranær

Niðrí bæ, niðrí bæ, læðist ég í búð
svolitla stund svo þú getir mig ekki spurt

alltílaí, alltílaí, því þá ég fer
til að kaupa eitthvað dularfullt handa þér

Fyrir jól fyrir jól, þegar spariféð
ætla kaupa margt fallegt sem ég hef séð
Fallegt dót, jóladót, nokkrar plötur með
líka skraut til að setja á jólatréð

Þegar keypt höfum við dótið allt og tólin
við læðumst inn þegar við förum uppá loft
það er erfitt að kaupa inn fyrir jólin
en sem betur fer gerist þett’ekk’ oft

Fyrir jól fyrir jól, gaman er það samt
kaupa gjafir svo hver og einn fær sinn skammt

Fyrir jól fyrir jól flýgur dagurinn
því þarf svo að pakka öllu dótinu inn

Fyrir jól fyrir jól, þegar spariféð
ætla kaupa margt fallegt sem ég hef séð
Fallegt dót, jóladót, nokkrar plötur með
líka skraut til að setja á jólatréð

En það borgar sig að vera mjög vel búinn
er við þurfum að hrekjast um allan bæ
eftir ferðina verður við eflaust lúin,
Fyrir jól fyrir jól svona endranær

Fyrir jól fyrir jól þegar allt er hreint

Fyrir jól síðan stund líður alltof seint

Þegar við höfum keypt okkur allt nema tólin
og við læðumst með það um allan bæ
ßstendur tíminn í stað svo að blessuð jólin
ætla aldrei að koma svo endranær.

Fyrir jól fyrir jól þegar allt er hreint
Fyrir jól síðan stund líður alltof seint

 

9. VIÐ ÞURFUM MEIRA AF JÓLUM

Söngur: Eyþór og Sverrir

Komið með skrautið
færið mér tré svo ég ei fari á taugunum,
kúlur og borða,
ég vil fá liti þá,
sem líkar augunum við.

Já, við þurfum meira af jólum,
Miklu meiri kæti,
meiri ilm í húsið,
meira fjör og læti.
Já, við þurfum meira af jólum,
miklu meiri kæti,
ef við byrjum ögn of snemma,
ekki finnst mér það neitt skemma.

Hreinsum nú strompinn,
svo festist jólasveinninn ekki í honum,
kveikjum öll ljósin,
nú vil ég gleði svo ég svífi skýjunum í.
Því leiðindi og amstur,
sem ætti að vera bannað,
á öllum þessum dögum,
með engum jólalögum,
nú ég þoli ekki lengur,
enda tel ég sannað,
að við þurfum meiri jól.

Því leiðindi og amstur,
sem ætti að vera bannað,
á öllum þessum dögum,
með engum jólalögum,
nú ég þoli ekki lengur,
enda tel ég sannað,
að við þurfum meiri jól.

 

10. JÓLASVEINNINN KEMUR Í KVÖLD 

Söngur: Sverrir Bergmann

Jólasveinninn kemur í kvöld!
Jólasveinninn kemur í kvöld!

Nú hlustum við öll svo hýrleg og sett,
ekki nein köll því áðan barst frétt:

Jólasveinninn kemur í kvöld!
Jólasveinninn kemur í kvöld!
Jólasveinninn kemur í kvöld!

Hann arkar um sveit og arkar í borg
og kynja margt veit um kæti og sorg.

Jólasveinninn kemur í kvöld!
Jólasveinninn kemur í kvöld!
Jólasveinninn kemur í kvöld!

Hann sér þig er þú sefur,
hann sér þig vöku í.
og góðum börnum gefur hann
svo gjafir, veistu’ af því.

Nú hlustum við öll svo hýrleg og sett,
ekki nein köll því áðan barst frétt:

Jólasveinninn kemur í kvöld!
Jólasveinninn kemur í kvöld!
Jólasveinninn kemur í kvöld!

Jólasveinninn kemur í kvöld,
Jólasveinninn kemur í kvöld,
Jólasveinninn kemur í kvöld.

Með flautur úr tré og fiðlur í sekk,
bibbidíbe og bekkedíbekk
Og brúður í kjól sem bleyta hvern stól,
flugvélar, skip og fínustu hjól.

Jólasveinninn kemur í kvöld,
Jólasveinninn kemur í kvöld,
Jólasveinninn kemur í kvöld

Jólasveinninn kemur í kvöld
Jólasveinninn kemur í kvöld
Jólasveinninn kemur
Jólasveinninn kemur
Jólasveinninn kemur – í kvöld

 

11. HAPPY X-MAS

Söngur: Sverrir og Margrét

So this is Xmas
And what have you done
Another year over
And a new one just begun
And so this is Xmas
I hope you have fun
The near and the dear one
The old and the young

A very Merry Xmas
And a happy New Year
Let’s hope it’s a good one
Without any fear

And so this is Xmas (war is over)
For weak and for strong (if you want it)
For rich and the poor ones (war is over)
The world is so wrong (now)
And so happy Xmas (war is over)
For black and for white (if you want it)
For yellow and red ones (war is over)
Let’s stop all the fight (now)

A very Merry Xmas
And a happy New Year
Let’s hope it’s a good one
Without any fear

And so this is Xmas (war is over)
And what have we done (if you want it)
Another year over (war is over)
A new one just begun (now)
And so happy Xmas (war is over)
We hope you have fun (if you want it)
The near and the dear one (war is over)
The old and the young (now)

A very Merry Xmas
And a happy New Year
Let’s hope it’s a good one
Without any fear

War is over, if you want it
War is over now

Happy Xmas

 

12. Ó, HELGA NÓTT 

Söngur: Gissur Páll

Ó, Helga nótt, þín stjarnan blikar blíða
þá barnið Jesús fæddist hér á jörð.
Í dauðamyrkrum daprar þjóðir stríða
uns Drottinn birtist sinni barnahjörð.

Nú glæstar vonir gleðja hrjáðar þjóðir
því guðlegt ljós af háum himni skín
Föllum á kné. – Nú fagna himins englar!
Frá barnsins jötu blessun streymir blítt og hljótt til þín.
Ó helga nótt, ó, heilaga nótt.

Vort trúarljós það veginn okkur vísi.
Hjá vöggu hans við stöndum hrærð og klökk
og kyrrlát stjarna kvöldsins öllum lýsi
er koma vilja hér í bæn og þökk.

Nú konungurinn, Kristur Drottinn, fæddist
hann kallar oss í bróðurbæn til sín.
Föllum á kné. – Nú fagna himins englar!
Hjá lágum stalli lífsins kyndill ljómafagur skín.
Ó, helga nótt, ó, heilaga nótt.

 

13. MISERERE

Söngur: Gissur, Björgvin og Eyþór

Miserere, miserere
Miserere, misero me
Pero ‘brindo alla vita!

Líf mitt er gáta,
þetta líf mitt, snúin gáta –
er ég horfi á það,
þá vil ég hlæja, þá vil ég gráta
allar þær gáfur og þá gleymsku,
greind og heimsku,
brennandi birtu eða myrkur –
er það ef til vill minn styrkur?

Miserere, misero me
Pero ‘brindo alla vita!

Ég er sá engill er þig sveik er síst skyldi,
ég er sá djöfull sem elskar þig, sá mildi –
þú veist að ég vil gefa þér allt eða‘ ekkert –
það versta‘ og besta –

Vivo nell’anima del mondo
Perso nel vivere profondo!

Því syng ég —

Miserere, misero me
Pero ‘brindo alla vita!

Þú ert mér ljósið, líka nóttin,
bæði heit og köld – já, heit og köld

-þú ert mér vonleysið og vonin.

Sole magnifico che splendi dentro di me
Dammi la gioia di vivere.

Þú ert tungl mitt og sól –
því syng ég —

Miserere, miserere – ooooo

 

14. ÉG VEIT HVAÐ ÉG VIL UM JÓLIN

Söngur: Björgvin Halldórsson

Núna gengur tíðin sú í garð
er gjafmildin er svo hrein.
Á óskalistanum er aðeins ósk ein.

Ég veit hvað ég vil fá gefins í ár.
Mín von er sú óskin rætist brátt.
Ég er pínulítið kvíðinn
það er kannski’ of mikið
sem ég vil fá.
Ég vona’ ég eigi það skilið
ég skyldi mega dreyma,
það mega allir jólunum á.

Sú gjöf svo er
ein fegursta gjöf sem ég óskað gat mér:
Um jólin aðeins vil – einn fá að vera með þér.

Við skulum kveikja kertaljós
með konfektávexti úr dós – og kræsingar.
Við gætum talað útí eitt
um allt sem er og ekki neitt,
og við tölum um okkar jól til framtíðar.

Ef ég set upp skegg og húfuna
og syng um tré í stofu
þú kossinn leggur til.
Og ef þú þorir útí snjóinn
í snjókarlakeppni
hefur óskin ræst mér í vil.

Sú gjöf svo er
ein fegursta gjöf sem ég óska mér.
Um jólin aðeins vil – einn fá að vera með þér.

Um jólin aðeins vil – einn fá að vera með þér.

 

15. HEIM Á LEIÐ UM JÓLIN (Driving Home for Christmas)

Söngur : Krummi

Heim á leið um jólin
Ég hlakka til að kíkja á hópinn
Heim á leið um jólin, já
Ég rétt mjakast fram á við

Þennan langa dag
En þetta reddast
Ég raula lag
Til þess að gleyma mér
Einn í gömlum bíl
Heim á leið um jólin

Það tekur góða stund
En ég kemst heim

Pikkfastur í umferð
Sem varla silast fram á við
En bráðum kemur hraðbraut, já
Ég set stefnu á betri mið

Ég vil komast heim
og vera hjá þér
í draumaheim
því þú ert hjá mér
Einn í gömlum bíl
Heim á leið um jólin

Heim á leið um jólin
Með þúsund minningar
Sá í bílnum á undan mér
Hann er alveg eins
Alveg eins

Pikkfastur í umferð …

(He‘s drivin home, drivin home/
Hann er einn á leið, einn á leið)

16. ÆTLA EKKI AÐ EYÐA ÞEIM EIN

Söngur: Jóhanna Guðrún

Ég ætla út í kvöld
Ljósin blikka á öllum götuhornum
Eg set allt stúss til hliðar
Elti tónlistina
Sem að ómar inni á stöðum

Reyni að gleyma mer í smá
Þarf að koma þessu hjarta aftur i gang
Einn dans eða tveir, það má

Ef ég sé einhvern sem fær hjartað mitt til að slá
Þá eru jól
Ég ætla að leyfa mér smá
Og ef eg finn einhvern sem eg vil að fylgi mér heim
Þá eru jól
Ætla ekki að eyða þeim ein

Oooo
Oooo
Þá eru jól
Ætla ekki að eyða þeim ein
Oooo
Oooo
Þá eru jól
Ætla ekki að eyða þeim ein

Úti er frost og snjór
En gólfið vekur mig og veitir hlýju
Set mig í fyrsta sæti
Það verður allt í lagi
tekur tíma að verða heil að nýju

Reyni að gleyma mer í smá
Þarf að koma þessu hjarta aftur i gang
Einn dans eða tveir, það má

Ef ég sé einhvern sem fær hjartað mitt til að slá
Þá eru jól
Ég ætla að leyfa mér smá
Og ef eg finn einhvern sem eg vil að fylgi mér heim
Þá eru jól
Ætla ekki að eyða þeim ein

Oooo
Oooo
Þá eru jól
Ætla ekki að eyða þeim ein
Oooo
Oooo
Þá eru jól
Ætla ekki að eyða þeim ein

Og ef ég sé einhvern sem fær hjartað mitt til
að slá þá eru jól hmmmm oohh

Ef ég sé einhvern sem fær hjartað mitt til að slá
Þá eru jól
Ég ætla að leyfa mér smá
Og ef eg finn einhvern sem eg vil að fylgi mér heim
Þá eru jól
Ætla ekki að eyða þeim ein

Oooo
Oooo
Þá eru jól
Ætla ekki að eyða þeim ein
Oooo
Oooo
Þá eru jól
Ætla ekki að eyða þeim ein

17. SKAMMDEGISSÓL

Söngur: Jóhanna og Svala

Eins og er, er ég hér
Lífið svo langur draumur
Ferðalag um stund og stað
Stundum er tíminn svo naumur.

En þegar ég er alein með þér
Ég heyri hinn hreina tón.
Og skammdegissól skín heims um ból
Sem hljóðlátt svar við hljóðri borg.

Myrkrið er, svart og sér
Sorgina í mannsins hjarta.

Þó von sé veik
í lífi og leik

Leitum við geislans bjarta.

En þegar ég er alein með þér
Ég heyri hinn hreina tón.
Og skammdegissól skín heims um ból
Sem hljóðlátt svar við hljóðri borg
Ohhhhhh

Og skammdegissól skín heims um ból

Og geislar hennar glitra

Þá geislar hennar glitra
Sem hljóðlátt svar við við hljóðri borg.

18. SILFURHLJÓM 

Söngur: BO

Silfurhljóm Silfurhljóm
Hljóma nú bjöllur um jólin
Skærum róm Skærum róm
Syngja nú öll börn heims um ból

Jólatré og jólapakkar,
jólasveinar og snjór
setja á jólunum svip sinn á bæinn
Núna kætast allir krakkar
og þau syngja öll í kór
Þá er gaman og gleðin er stór

Silfurhljóm
Hljóma nú bjöllur um jólin
Skærum róm Skærum róm
Syngja nú öll börn heims um ból

Silver bells, silver bells]
It’s Christmas time in the city
Ring-a-ling [ring-a-ling],
Hear them ring [ting-a-ling]
Soon it will be Christmas day.

Strings of streetlights
Even stop lights
Blink a bright red and green
As the shoppers rush
Home with their treasures

Hear the snow crunch
See the kids rush
This is Santa’s big day
And above all this bustle you’ll hear

[Silver bells, silver bells]
It’s Christmas time in the city
Ring-a-ling [ring-a-ling],
Hear them ring [ting-a-ling]
Soon it will be Christmas day.

[Silver bells, silver bells]
It’s Christmas time in the city
Ring-a-ling [ring-a-ling],
Hear them ring [ting-a-ling]
Soon it will be Christmas day.
Very soon it will be Christmas day

19. LITLI TROMMULEIKARINN 

Söngur: BO og Högni

Kom óhræddur
Pa ram pam pam pam
Frelsari fæddur er
Pa ram pam pam pam
Vér gjafir færum þér
Pa ram pam pam pam
Ram pam pam pam
Ram pam pam pam

Kom óhræddur
Pa ram pam pam pam
Frelsari fæddur er
Pa ram pam pam pam
Vér gjafir færum þér
Pa ram pam pam pam
Þér þóknast viljum vér
Pa ram pam pam pam
Ram pam pam pam
Ram pam pam pam
Þær til heiðurs þér
Pa ram pam pam pam

frið á ný

Friðarboð – friðarspá
Frið á jörð – þér munuð sjá
Daga lofs og dýrðar
Dagur nýr – í samhug og sátt
Sérhver sál – öðlast frið á ný
Frið á jörð
frið á ný

Hverja sál sem í hjarta´er snauð
Hverja sál – sérhvern svartan sauð
Þessi boð – munu snerta senn
Og sameina konur og menn

Kom óhræddur
Pa ram pam pam pam
Frelsari fæddur er
Pa ram pam pam pam
Vér gjafir færum þér
Pa ram pam pam pam
Þér þóknast viljum vér
Pa ram pam pam pam
Ram pam pam pam
Ram pam pam pam
þær til heiðurs þér
Pa ram pam pam pam

Frið á ný

Í brjósti ber – von og trú
Bræðralag – vort rætist nú
Á degi lofs og dýrðar
Dagur nýr – í samhug og sátt
Sérhver sál – öðlast frið á ný

frið á ný

frið á ný

20. BRÚ YFIR BOÐAFÖLLIN 

Söngur: Högni

Ef þú átt erfitt,
sérð enga von,
þú veist þú átt mig að
óháð stund og stað.
Ég verð hjá þér,
vef þig í örmum mér,
og skal þér vísa veg.
Eins og brú yfir boðaföllin
ég bendi þér á leið.

Margt miður fer,
margt bölið er.
Og margur er í leit
að sjálfum sér.
Sjá, þú átt völ,
að sigra dauða og kvöl.
Ég þerra öll þín tár.
Eins og brú yfir boðaföllin
liggur okkar leið.

Yfir lönd og höf,
út á ystu nöf,
átt þú mig að, já
út yfir dauða og gröf.
Ég elska þig
og ef þú ákallar mig
og allir bregðast þér,
eins og brú yfir boðaföllin
birtist lífsins leið.
Eins og brú yfir boðaföllin
ber ég þig á leið.

21. ÞÚ OG ÉG OG JÓL

Söngur: Svala

Fögur blika ljósin á grænum greinum
glæsilegir pakkar sem við í leynum
læddumst til að skreyta
svo lítið bæri á
ekki mátti vita
ekki mátti sjá

Svona var það heima
við sögðum bæði
svona við ég hafa
í ró og næði
við fundum okkar jól
og útkoman er
að þetta er komið frá þér
og þetta er kannski frá mér

Þú og ég og jól
ein í alfyrsta sinn
orðin svona stór
þó í hjarta mér finn
þar stelpa lítil er
sem langar heim til sín
en hér erum við
og jólin okkar

Okkar fyrstu jólum við aldrei gleymum
einsog dýran fjársjóð þær myndir geymum
við tvö og allt er nýtt
og annað er var
í okkar heimi
orðin svona stór

Þú og ég og jól
ein í alfyrsta sinn
orðin svona stór
þó í hjarta mér finn
þar stelpa lítil er
sem langar heim til sín
en hér erum við
og jólin okkar

Þú og ég og jól
ein í alfyrsta sinn oh
orðin svona stór
þó í hjarta mér finn
þar stelpa lítil er
sem langar heim til sín
en hér erum við
og jólin okkar

Svo verður kannski einhver seinna
til að segja frá
hvað allt var hljótt þetta kvöld
við horfðum hvort í annars augu
áttum veröld nýja
bara tvö undrandi börn
ástinni vígð um jól

orðin svona stór
þó í hjarta mér finn
þar stelpa lítil er
sem langar heim til sín
en hér erum við
og jólin okkar
ohhhhh
ohhhh
þar stelpa lítil er
sem langar heim til sín
en hér erum við
og jólin okkar

þú og ég og jól

22. HÁTÍÐARSKAP 

Söngur: Stelpurnar

Ég kemst í hátíðarskap
þótt úti séu snjór og krap.
Það hljómar hvar sem ég fer
sem sérstæð lög í eyru mér.
Jólin koma á ný,
ég spyr ekki að því,
ég komin er í hátíðarskap.

Í stofunni er allt svo breytt,
á réttum stað ei neitt
og ryksugan á gólfinu
en brátt skal húsið hreint.
Hver dagur á sinn eigin ilm,
blóm, greni, hangikjöt.
Allt heimilið sundrað
og mamma er á hundrað
að taka fram dúka og föt.

Ég kemst í hátíðarskap
þótt úti séu snjór og krap.
Það hljómar hvar sem ég fer
sem sérstæð lög í eyru mér.
Jólin koma á ný,
ég spyr ekki að því,
ég komin er í hátíðarskap.

Við sjónvarpið er plássið nægt,
margt barn þar situr þægt.
Þar sitja Vala og Soffía
og tíminn líður hægt.
Pabbi fer í draugfín föt
og mamma í nýjan kjól,
allt heimilið ljómar
er loks berast hljómar
sem bera með sér heilög jól.

Ég kemst í hátíðarskap
þótt úti séu snjór og krap.
Það hljómar hvar sem ég fer
sem sérstæð lög í eyru mér.
Jólin koma á ný,
ég spyr ekki að því,
ég komin er í hátíðarskap.
Ég kemst í hátíðarskap
þótt úti séu snjór og krap.
Það hljómar hvar sem ég fer
sem sérstæð lög í eyru mér.
Jólin koma á ný,
ég spyr ekki að því,
ég komin er í hátíðarskap.

23. SNJÓRINN FELLUR

Söngur: Björgvin

Snjórinn fellur. Sveipar blæju um borg og sveit.
Hylur margt það sem miður fer.
Mildar flest sem að augum ber.
Snjórinn fellur yfir jörðina hægt og hljótt.
Og það er líkt og ysinn lægi.
Líkt og erillinn strauminn lægi.
Snjórinn fellur, og allt er nú með öðrum blæ.
Öll náttúran í nótt fær að sofna undir snæ.
Snjórinn fellur. Allt glitrar af töfrum og tindrar.
Og af trjánum í garðinum sindrar.
Og allt er nú orðið svo hreint.
Svo dreymir mig þá
væri allt orðið svo bjart.
Væri allt óspillt og hreint eins og snjór.
Þá ættu fleiri heim um ból.
Góð og gleðileg jól.
Ein er gjöf sem okkur skyldugt er að leita.
Að okkur tækist loksins stríði að breyta.
Breyta í frið í jól.

24. ÞAÐ Á AÐ GEFA BÖRNUM BRAUÐ

Söngur: Eyþór Ingi

Það á að gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum.
Kertaljós og klæðin rauð 3x
svo komist þau úr bólunum.

Væna flís af feitum sauð
sem fjalla gekk á hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð
gafst hún upp á rólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð 3x
gafst hún upp á rólunum.

Það á að gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum.
Kertaljós og klæðin rauð 3x
svo komist þau úr bólunum.

Væna flís af feitum sauð
sem fjalla gekk á hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð
gafst hún upp á rólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð 3x
gafst hún upp á rólunum.

Það á að gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum.
Kertaljós og klæðin rauð 3x
svo komist þau úr bólunum.

Væna flís af feitum sauð
sem fjalla gekk á hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð
gafst hún upp á rólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð 3x
gafst hún upp á rólunum.

 

25. SAMT KOMA JÓL (Amore Cosi Grande)

Söngur: Björgvin, Gissur, Eyþór, Sverrir 

Löng virðist leiðin enn.
Ljósin öll dauf og föl.
Ennþá svo marga menn
meitt hefur stríð og kvöl.

Inn um minn opna skjá,
utan frá hrjáðri borg,
horfa þau á mig ung
augun með heitri sorg.
Svíða enn sárin heims – og samt koma jól

Un amore cosi’ grande
Un amore cosi’
Tanto Caldo dentro e Fuori intorno a noi
Un silenzio breve e poi
La bocca tua Si accende un’ altra volta

Un amore cosi’ grande
Un amore cosi’
Tanto Caldo dentro e Fuori intorno a noi
Un silenzio breve e poi
In fondo agli occhi tuoi Bruciano i miei

Horfa enn á mig ung
augun með heitri sorg.
Svíða enn sárin heims – og samt koma jól

Un amore cosi’ grande
Un amore cosi’
Tanto Caldo dentro e Fuori intorno a noi
Un silenzio breve e poi
la bocca tua Si accende
Un silenzio breve e poi

Kærleiksgjöfin guðs til manna,
gjöfin eilíf og ný.

Gefin barninu sem býr í hjarta þér
og börnum hvar sem er.

Því koma ennþá jólin
– því koma ennþá blessuð jól

 

26. KOMDU HEIM TIL MÍN UM JÓLIN 

Söngur: Björgvin Halldórsson og allir

Jólin, jólin, jólin, jólin

Það snjóar í dag
ég hugsa til þín
allt með hátíðabrag
komdu heim til mín.

Öll ljósin í bænum
svo falleg og fín
fullt af greni grænu
komdu heim til mín.

Ég hlusta á “Heims um ból”
en þetta minnir ekkert á jól

því ég man þegar þú varst hér
hvað það var mikið gaman með þér.

Jólin, jólin, jólin, jólin

Það er allt svo fínt hér
en dagsbirtan dvín
ég vil hafa þig hjá mér
komdu heim til mín.

Ég hlusta á “Heims um ból”
en þetta minnir ekkert á jól

því ég man þegar þú varst hér
hvað það var mikið gaman með þér.

Jólin, jólin, jólin, jólin

Ég sit hér og bíð
og græt vegna þín
þessa stórhátíð
heim

heim
heim
heim
heim
heim
komdu heim til mín.

Kreditlisti

Gestgjafi

Björgvin Halldórsson


Jólagestir

Eyþór Ingi
Gissur Páll
Högni
Jóhanna Guðrún
Margrét Rán
Svala
Sverrir Bergmann
Stefanía Svavars

Sérstakur gestur

Krummi


Sigurvegari Jólalagakeppni Rásar 2

Heimilistónar

Elva Ósk Ólafsdóttir
Katla Margrét Þorgeirsdóttir
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Vigdís Gunnarsdóttir


Jólastjörnur 2021

Fríður París Kristjánsdóttir – Sigurvegari
Baldvin Tómas Sólmundarson
Birnir Eiðar
Emil Björn Kárason
Guðrún Inga Jónsdóttir
Katla Líf Louisdóttir
Marta Manuela Estévez
Sigurbjörg Danía Árnadóttir
Sigurrós Ásta Þórisdóttir
Svandís Eva Brynjarsdóttir
Tinna Hjaltadóttir
Þorsteinn Logi Þórðarson


Hljómsveit Jólagesta

Eiður Arnarsson: Bassi
Haraldur Sveinbjörnsson: Hljómborð
Jóhann Hjörleifsson: Trommur
Jón Elvar Hafsteinsson: Gítar
Kjartan Guðnason: Slagverk
Kristján Grétarsson: Gítar
Óskar Einarsson: Hljómborð
Þórir Baldursson: Hammond orgel


Kórar

Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar
Barnakór Kársnesskóla undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur


Bakraddir

Reykjavik Gospel Company
undir stjórn Óskars Einarssonar


Strengjasveit

Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir – Fiðla 1
Guðrún Hrund Harðardóttir, Víóla
Helga Þóra Björgvinsdóttir, Fiðla 2
Júlía Mogensen, Selló


Dansarar

frá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar
undir stjórn Edgars Konráðs Gapunay


Útsetningar og hljómsveitarstjórn

Þórir Baldursson


Handrit

Björn G. Björnsson 


Leikstjóri

Gunnar Helgason

Þessi síða notar vafrakökur til að tryggja bestu mögulegu upplifun.